49. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. apríl 2012 kl. 09:00


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Huld Aðalbjarnardóttir (HuldA) fyrir EyH, kl. 09:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:10
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt.

2) Svör Persónuverndar til landlæknis varðandi skyldur lýtalækna til að afhenda landlækni persónugreinanlegar upplýsingar. Kl. 09:14
Nefndin fjallaði um svör Persónuverndar við beiðni Læknafélagsins um álit Persónuverndar á því hvort lýtalæknum væri skylt að afhenda landlækni persónugreinanlegar upplýsingar um þær konur sem gengist höfðu undir brjóstaaðgerðir. Nefndin fékk á fund sinn Björgu Thorarensen og Sigrúnu Jóhannesdóttur frá Persónuvernd, Guðríði Þorsteinsdóttur, Vilborgu Ingólfsdóttur og Sindra Kristjánsson frá velferðarráðuneyti og Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björg Aradóttur og Kristrúnu Kristinsdóttur frá embætti landlæknis. Gestirnir ræddu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 290. mál - barnalög Kl. 10:46
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 290. mál og fékk á fund sinn Jónas Jóhansson fyrrverandi héraðsdómara. Gerði hann grein fyrir sínum sjónarmiðum um einstök atriði málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 440. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 Kl. 11:38
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál. Kl. 11:42
Fleira var ekki rætt.

ÁI vék af fundi kl. 11:28
RR boðaði forföll.
KLM var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
VBj var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:42