58. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. maí 2012 kl. 14:55


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 14:55
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 14:55
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 14:55
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 14:55
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 14:55
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 14:55
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 14:55
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 14:55
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 14:55

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 736. mál - réttarstaða einstaklinga með kynáttunarvanda Kl. 14:55
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti í 736. máli og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni. Allir viðstaddir voru því sammála og allir viðstaddir standa að nefndaráliti nefndarinnar.

2) 692. mál - réttindagæsla fyrir fatlað fólk Kl. 15:10
Varaformaður og framsögumaður dreifði drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni. Allir viðstaddir voru því sammála og allir viðstaddir standa að nefndaráliti nefndarinnar.

3) 290. mál - barnalög Kl. 15:25
Nefndin hélt áfram yfirferð sinni yfir drög að nefndaráliti framsögumanns í 290. máli.

4) Önnur mál. Kl. 15:18
Formaður lagði fram drög að breytingartillögu við 256. mál við 3. umræðu sem samþykkt var að yrði flutt af nefndinni.
Formaður vakti máls á því hvort ráðlegt væri að nefndin myndi ferðast næsta haust til heilbrigðisstofnunar sem vinnur að breytingum í rekstri og fyrirkomulagi. Áfangastaður verður valinn síðar.

KLM var fjarverandi.
EyH vék af fundi kl. 15:38.

Fundi slitið kl. 15:53