61. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. maí 2012 kl. 12:16


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) fyrir VBj, kl. 12:16
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir ÁI, kl. 12:16
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 12:16
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 12:16
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 12:16
Kristján L. Möller (KLM), kl. 12:16
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 12:16
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 12:16
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 12:16

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 735. mál - atvinnutengd starfsendurhæfing og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða Kl. 12:16
Í fjarveru formanns dreifði varaformaður drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem var samþykkt af meiri hluta nefndarinnar. Að nefndaráliti meiri hlutans standa: ÁI, JRG, LGeir, KLM, BjörgvS og Gstein.

BVG sat fundinn fyrir hönd ÁI en sat hjá við atkvæðagreiðslu um málið og ÁI skrifar undir álitið með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

2) 734. mál - húsnæðismál Kl. 14:44
Framsögumaður dreifði drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni. Var það samþykkt af meiri hluta nefndarinnar en RR lagðist gegn því að málið yrði afgreitt úr nefndinni. Að nefndaráliti meiri hlutans standa: ÁI, JRG, LGeir, KLM og Björgvs.

BVG sat fundinn fyrir hönd ÁI en sat hjá við atkvæðagreiðslu og ÁI skrifar undir nefndarálit með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

3) Önnur mál. Kl. 12:35
Fleira var ekki rætt.

Birgitta Jónsdóttir, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, sat ekki fundinn.

Fundi slitið kl. 12:35