62. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. júní 2012 kl. 13:20


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 13:20
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 13:20
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:20
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 13:20
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 13:20
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir KLM, kl. 13:20
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:20
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:20
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:20

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 290. mál - barnalög Kl. 13:20
Nefndin tók 290. mál aftur til umfjöllunar milli 2. og 3. umræðu. Nefndin fékk á fund sinn þá Gísla Björnsson og Þorvald Daníelsson sem gerðu grein fyrir athugasemdum sínum um málið.
Þegar gestirnir höfðu yfirgefið fundinn lagði varaformaður til að málið yrði afgreitt úr nefndinni til 3. umræðu sem var samþykkt. Að nefndaráliti standa: ÁI, JRG, LGeir, VBj, RR, EyH og GStein.

ÁI skrifar undir nefndarálit með vísan til 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
MN sat fundinn fyrir hönd KLM en sat hjá við atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið kl. 14:20