4. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. september 2012 kl. 17:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 17:00
Amal Tamimi (AT) fyrir KLM, kl. 17:00
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 17:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 17:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 17:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR) fyrir EKG, kl. 17:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 17:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 17:00

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 145. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 17:00
Formaður lagði fram drög að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem var samþykkt en enginn nefndarmaður lagðist gegn því að málið yrði afgreitt úr nefndinni.
Að nefndaráliti meiri hlutans standa SII, ÞBack, JRG, AT, ÁÞS.

2) Önnur mál. Kl. 17:15
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 17:15