7. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. október 2012 kl. 10:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:05
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 10:05
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:18
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:05
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:05

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:05
Formaður lagði fram fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt.

2) 65. mál - barnaverndarlög Kl. 10:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk aftur í sinn fund Einar Njálsson og Þorgerði Benediktsdóttur frá velferðarráðuneyti sem svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 64. mál - málefni innflytjenda Kl. 10:47
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Írisi Björgu Kristjánsdóttur og Tatjönu Latinovic frá innflytjendaráði, Jónu Aðalheiði Pálmadóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Helgu Laxdal og Halldóru Gunnarsdóttur frá Reykjavíkurborg. Gerðu þær grein fyrir sínum sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 66. mál - skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra Kl. 10:45
Formaður lagði til að drög að nefndaráliti í málinu yrðu til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

5) Önnur mál. Kl. 10:35
EKG vakti máls á erindi hóps lyfsala sem hafa óskað eftir fundi með nefndinni.
Vakin var máls á ósk KLM um fund um málefni Íslenskrar ættleiðingar.

JRG og KLM voru fjarverandi.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, sat ekki fundinn.

Fundi slitið kl. 11:45