11. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. október 2012 kl. 10:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:00
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:10
Davíð Stefánsson (DSt) fyrir ÁÞS, kl. 10:00
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir (EIS) fyrir EKG, kl. 10:18
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:00

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:10
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt í lok dags.

2) 1. mál - fjárlög 2013 Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um afmarkaða hluta fjárlaga fyrir árið 2013 sem eru á málefnasviði nefndarinnar. Á fundin nefndarinnar komu Hermann Sæmundsson og Jóhann Gunnarsdóttir frá innanríkisráðuneyti og fjölluðu þau um þann hluta er snýr að innanríkisráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þegar þau yfirgáfu fundinn komu á fundinn Vilborg Ingólfsdóttir, Inga J. Arnardóttir, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Ágúst Þór Sigurðsson, Sturlaugur Tómasson, Dagný Brynjólfsdóttir, Einar Njálsson og Bryndís Þorvaldsdóttir. Fjölluðu þau um þann hluta er snýr að velferðarráðuneytinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 80. mál - málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun Kl. 12:02
Nefndin sendi málið til umsagnar og gaf tveggja vikna umsagnarfrest.

4) Önnur mál. Kl. 12:02
Nefndin sendi fjögur mál til viðbótar til umsagnar.
22. mál - legslímuflakk
28. mál - ætlað samþykki við líffæragjafir
36. mál - bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra
152. mál - jafnt búsetuform barna.

KLM var fjarverandi vegna veikinda.
ÞBack var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, var fjarverandi vegna veikinda.

Fundi slitið kl. 12:05