12. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 31. október 2012 kl. 10:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:35
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:22
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 11:12
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:00

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:00
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt í lok fundar.

2) 195. mál - Ábyrgðasjóður launa Kl. 10:05
Nefndin tók til umfjöllunar 1995. mál og fékk á sinn fund Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur og Bjarnheiði Gautadóttur frá velferðarráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 67. mál - lækningatæki Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Einar Magnússon, Áslaugu Einarsdóttur og Vilborgu Ingólfsdóttur frá velferðarráðuneyti sem svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 64. mál - málefni innflytjenda Kl. 11:50
Umfjöllun um málið var frestað.

5) Önnur mál. Kl. 11:50
Nefndin ákvað framsögumenn eftirfarandi mála:
22. mál - ÞBack
28. mál - GStein
36. mál - EKG
80. mál - JRG
152. mál - JRG

KLM og ÁÞS voru fjarverandi.


Fundi slitið kl. 12:12