13. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. nóvember 2012 kl. 13:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 13:00
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 13:00
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 13:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:00
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 13:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 13:00

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Geðheilbrigðismál. Kl. 13:00 - Opið fréttamönnum
Nefndin fjallaði um geðheilbrigðismál og var dagskrárliðurinn opinn fjölmiðlum. Á fund nefndarinnar komu Páll Matthíasson frá LSH, Gyða Hjartardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Eva Bjarnadóttir frá Geðhjálp, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir frá BUGL, Linda Kristmundsdóttir frá BUGL, Jóna Rut Guðmundsdóttir frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Lúðvík Ólafsson frá frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gestir og nefndarmenn ræddu geðheilbrigðismál í víðum skilningi og hvort þörf væri á sérstakri geðheilbrigðisstefnu. Þá var rætt um kosti og galla núverandi kerfis og hvar sóknarfæri væri að finna.

2) 64. mál - málefni innflytjenda Kl. 15:25
Framsögumaður dreifði drögum að nefndaráliti í málinu og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem var samþykkt af öllum viðstöddum.
Að áliti nefndarinnar standa: SII, JRG, EKG, UBK, EyH og Gstein. BirgJ er samþykk áliti nefndarinnar.

3) Önnur mál. Kl. 15:35
Fleira var ekki rætt.

ÞBack vék af fundi kl. 15:06.
KLM og ÁÞS voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 15:35