15. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. nóvember 2012 kl. 10:04


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:04
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:04
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:09
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG) fyrir ÞBack, kl. 10:04
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:08
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:13
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:08
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:04
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:04

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:04
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

2) Fjárframlög til heilbrigðisstofnana. Kl. 10:04
Á fund nefndarinnar komu Dagný Brynjólfsdóttir og Sveinn Magnússon frá Velferðarráðuneyti og Arnar Jónsson og Arnar Pálsson frá Capacent. Ræddu þau nýlega skýrslu Capacent um fyrirhugaðar fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki (HS) á fjárframlögum til heilbrigðisstofnana sem unnin var fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Þá ræddu gestir almennt um fjárframlög til heilbrigðisstofnana og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 80. mál - málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Kolbrún Björnsdóttir frá Sálfræðingafélagi Íslands, Þórunn Halldórsdóttir frá Félagi talkennara og talmeinafræðinga, Katrín Davíðsdóttir frá Þroska og hegðunarstöð, Kristín G. Guðfinnsdóttir frá Málefli, Margrét María Sigurðardóttir Umboðsmaður barna og Elísabet Gísladóttir frá embætti Umboðsmanns barna, Ásthildur Snorradóttir frá Talþjálfun Reykjavíkur, Guðrún B. Guðmunsdóttir frá Geðlæknafélagi Íslands og Stefán Hreiðarsson frá Greiningarstöðinni. Gestir greindur frá sjónarmiðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Gildistaka nýs greiðsluþátttökukerfis í lyfjakostnaði. Kl. 12:12
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

5) Önnur mál. Kl. 12:14
BirgJ vakti athygli á ósk sinni um fund um málefni Landsspítalans.

Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:22