18. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. nóvember 2012 kl. 10:10


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:10
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG) fyrir ÞBack, kl. 10:10
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:10
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 10:10
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:10
Íris Róbertsdóttir (ÍR) fyrir UBK, kl. 10:10

ÁÞS, JRG og KLM voru fjarverandi.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, sat ekki fundinn.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:10
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem samþykkt var í lok fundar.

2) 303. mál - sjúkratryggingar Kl. 10:10
Nefndin tók til umfjöllundar 303. mál og fékk á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur og Steinunni M. Lárusdóttir frá velferðarráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Íslensk ættleiðing - staða félagsins. Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um fjárhag og stöðu Íslenskrar ættleiðingar og fékk á sinn fund Kristinn Ingvarsson og Hörð Svavarsson frá Íslenskri ættleiðingu sem gerðu grein fyrir stöðu félagsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 152. mál - jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum Kl. 11:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 152. mál og fékk á sunn fund Elísabetu Gísaldóttur og Báru Sigurjónsdóttur frá embætti umboðsmanns barna, Ástríði Jóhannesdóttur og Sólveigu J. Guðmundsdóttur frá Þjóðskrá Íslands og Heimi Hilmarsson og Lúðvík Börk Jónsson frá Félagi um foreldrajafnrétti. Gerðu gestirnir grein fyrir sjónarmiðum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 11:56
Nefndin fjallaði um málsmeðferð og vinnu nefndarinnar við umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

6) Önnur mál. Kl. 12:08
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:08