19. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. nóvember 2012 kl. 15:20


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 15:20
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 15:40
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:20
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG) fyrir ÞBack, kl. 15:20
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 15:20
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 15:20
Íris Róbertsdóttir (ÍR) fyrir UBK, kl. 15:20
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 15:20
Siv Friðleifsdóttir (SF) fyrir BJJ, kl. 15:20

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 15:20
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt.

2) Sjúklingaöryggi á LSH. Kl. 15:22
Nefndin fjallaði um sjúklingaöryggi á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi með tilliti til m.a. sjúklingalegu á göngum, biðlistum og almennum húsakosti spítalans. Á fund nefndarinnar komu Björn Zoega, Páll Matthíasson og Sigríður Gunnarsdóttir frá Landspítala-Háskólasjúkrahúsi, Jón Viðar Matthíasson og Bjarni Kjartansson frá slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Anna Björg Aradóttir og Jón Baldursson frá embætti landlæknis.

3) 303. mál - sjúkratryggingar Kl. 16:25
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 303. mál og fékk á fund sinn Steingrím Ara Arason frá Sjúkratryggingum Íslands. Gerði hann grein fyrir afstöðu sinni til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 17:01 þegar fyrri gestur hafði yfirgefið fundinn komu á fund nefndarinnar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Anna Sigrún Baldursdóttir, Guðríður Þorsteinsdóttir og Steinunn M. Lárusdóttir frá velferðarráðuneyti og svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

4) 67. mál - lækningatæki Kl. 17:33
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti í málinu vegna fjarveru framsögumanns. Formaður lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem enginn viðstaddur mótmælti. Að nefndaráliti meiri hluta nefndarinnar standa: SII, JRG, MÁ, ÁÞS og BjG.

5) Önnur mál. Kl. 16:50
Nefndin fjallaði lítiillega um gestakomur vegna umfjöllunar nefndarinnar um frumvarp til stjórnarskipunarlaga.

Fundi slitið kl. 17:33