22. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. desember 2012 kl. 09:35


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:35
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:44
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:53
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:35
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:35
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:50
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:47
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:35

ÁÞS og BJJ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:35
Formaður dreifði drögum að fundargerðum síðustu þriggja funda sem voru samþykktar í lok fundar.

2) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 09:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 415. mál og fékk á sinn fund Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmann, Sigurð B. Halldórsson og Orra Hauksson frá Samtökum iðnaðarins, Pál Rúnar Kristjánnson frá Félagi atvinnurekenda og Hrafnhildur Stefánsdóttur og Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Gerðu þau grein fyrir athugasemdum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál. Kl. 11:15
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:15