23. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. desember 2012 kl. 09:10


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:10
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 11:48
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:12
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir BJJ, kl. 10:29
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:10
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:10
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ) fyrir KLM, kl. 11:52
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:10
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:10

EKG var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:10
Formaður lagði fram drög að fundargerð síðasta fundar sem samþykkt var í lok fundar.

2) Kynning þriggja mála. Kl. 09:10
Nefndin tók til umfjöllunar 495., 496. og 498. mál og fékk kynningu á málunum frá velferðarráðuneytinu. Af hálfu ráðuneytisins komu á fund nefndarinnar Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Hrafnkell Hjörleifsson, Ágúst Þór Ágústsson og Lísa Margrét Sigurðardóttir.

3) 495. mál - almannatryggingar Kl. 10:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 495. mál og fékk á sinn fund Guðmund Magnússon og Lilju Þorgeirsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands og Sigríði Lillý Baldursdóttur frá Tryggingastofnun. Gerðu þau grein fyrir sínum sjónarmiðum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 498. mál - greiðsla kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara Kl. 10:34
Nefndin hélt áfram umfjöllun um 498. mál og fékk á sinn fund Ástu S. Helgadóttur umboðsmann skuldara og Jón Óskar Þórhallsson starfsmann embættis umboðsmanns skuldara, Yngva Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Þóreyju S. Þórðardóttur og Óskar Magnússon frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Einar Jónsson frá Íbúðalánasjóði. Gerðu þau grein fyrir sínum athugasemdum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 496. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 11:17
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 496. mál og fékk á sinn fund Magnús M. Norðdahl frá ASÍ, Ernu Guðmundsdóttir frá BHM og Kennarasambandi Íslands, Helgu Jónsdóttur frá BSRB og Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Gerðu þau grein fyrir sínum sjónarmiðum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 303. mál - sjúkratryggingar Kl. 11:50
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti í 303. máli og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni til 2. umræðu sem var samþykkt af öllum viðstöddum.
Að nefndaráliti meiri hluta standa: SII, JRG, ÞBack með fyrirvara, ÓÞ með fyrirvara og ÁÞS með fyrirvara.

7) Önnur mál. Kl. 12:00
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:00