32. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. janúar 2013 kl. 10:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:05
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:05
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) fyrir BJJ, kl. 10:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:05
Logi Már Einarsson (LME) fyrir KLM, kl. 10:05

UBK hafði boðuð forföll.
ÞBack, GStein og ÞrB voru fjarverandi

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:05
Formaður lagði fram fundargerðir síðustu funda sem voru samþykktar.

2) EES-mál (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1901/2006 um lyf fyrir börn). Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1901/2006 um lyf fyrir börn sem er í vinnslu í sameiginlegu EES-nefndinni. Á fund nefndarinnar komu Áslaug Einarsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir frá velferðarráðuneyti og Helga Þórisdóttir og Jóhann M. Lenharðsson frá Lyfjastofnun og gerðu þau nefndinni grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 499. mál - tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak Kl. 10:38
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Almar Guðmundsson og Pál Rúnar Kristjánsson frá Félagi atvinnurekenda, Garðar Víði Gunnarsson og Valdimar L. Sigurðsson frá Urriðafossi og Ata Kristjánsson frá Rolf Johansen & Co. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 470. mál - velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020 Kl. 10:25
Nefndin ákvað að senda málið út til umsagnar og veita frest til 11. febrúar.

5) 458. mál - framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014 Kl. 10:32
Nefndin ákvað að senda málið út til umsagnar og veita frest til 11. febrúar.

6) 497. mál - sjúkraskrár Kl. 10:32
Nefndin ákvað að senda málið út til umsagnar og veita frest til 11. febrúar.

7) Önnur mál. Kl. 10:33
EKG vék máls á því að fá á fund nefndarinnar velferðarráðherra og forstjóra LSH til að fara yfir áhrif uppsagna hjúkrunarfræðinga. Formaður féllst á að málið yrði rætt á næsta fundi nefndarinnar.

Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:00