38. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. febrúar 2013 kl. 10:10


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:10
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:51
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:10
Logi Már Einarsson (LME), kl. 10:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:15
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:10
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:10

EKG og GStein voru fjarverandi.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi, sat ekki fundinn.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:10
Samþykkt fundargerðar síðasta fundar var frestað.

2) 470. mál - velferðarstefna -- heilbrigðisáætlun til ársins 2020 Kl. 10:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 470. mál og fékk á sinn fund Gyðu Hjartardóttur og Klöru E. Finnbogadóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Elsu B. Friðfinnsdóttur frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Margréti Maríu Sigurðardóttur, umboðsmann barna, og Elísabetu Guðnadóttur frá embætti umboðsmanns barna. Á fundinum sat einnig Brian Gran í boði umboðsmanns barna og leyfi formaður gestinum að fylgjast með fundinum. Gestirnir gerðu grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 458. mál - framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014 Kl. 11:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 458. mál og fékk á sinn fund Margréti Maríu Sigurðardóttur, umboðsmann barna, og Elísabetu Gísladóttur, starfsmann embættis umboðsmanns barna. Þá sat fundinn einnig Brian Gran í boði umboðsmanns barna og leyfði formaður gestinum að fylgjast með fundinum. Gestirnir gerðu grein fyrir umsögn sinni um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 195. mál - Ábyrgðasjóður launa Kl. 11:35
Formaður dreifði drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt sem allir viðstaddir voru sammála.
Að nefndaráliti standa: SII, ÞBack, JRG, LME, OH, UBK og BJJ.

5) Önnur mál. Kl. 11:40
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:40