1. fundur
velferðarnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 19. júní 2013 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:53
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj) fyrir KaJúl, kl. 09:00

ElH hafði boðuð veikindaforföll.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Kynning á nefndarstarfi. Kl. 09:00
Formaður og nefndarritari kynntu störf velferðarnefndar fyrir nýjum nefndarmönnum og nefndarritari fór yfir gagnlegar upplýsingar fyrir störf nefndarinnar.

2) 9. mál - aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra, Sigurður Erlingsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir frá Íbúðalánasjóði, Ásta S. Helgadóttir umboðsmaður skuldara, Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Helga Jónsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Guðlaug Kristjánsdóttir frá Bandalagi háskólamanna, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Hildigunnur Hafsteinsdóttir frá Neytendasamtökunum. Gestirnir gerðu grein fyrir sínum sjónarmiðum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:58