6. fundur
velferðarnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, mánudaginn 1. júlí 2013 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Elín Hirst (ElH), kl. 09:00
Freyja Haraldsdóttir (FrH), kl. 09:00
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl), kl. 09:10
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00

FrH sat fundinn fyrir BjÓ.
BjG sat fundinn fyrir LRM.
ÁsF vék af fundi kl. 11:30.
KaJúl vék af fundi kl. 11:30.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir á 142. þingi Kl. 09:00
Afgreiðslu fundargerða var frestað.

2) 25. mál - almannatryggingar og málefni aldraðra Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 25. mál. Á fund nefnarinnar komu Ragna Haraldsdóttir og Sigurður Grétarsson frá Tryggingastofnun, Guðmundur Magnússon, Lilja Þorgeirsdóttir og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Eyjólfur Eysteinsson, Haukur Ingibergsson og Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Landssambandi eldri borgara, Friðrik Sigurðsson frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands, Elín Björg Jónsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Guðjón Bragason, Gyða Hjartardóttir og Þóra Björg Jónsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sigurbjörn Sigurbjörnsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Unnur Sverrisdóttir frá Vinnumálastofnun. Þá ræddi nefndin við Ingibjörgu Elíasdóttur frá Jafnréttisstofu í gegnum síma.

Gestir gerðu grein fyrir athugasemdum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00