9. fundur
velferðarnefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, mánudaginn 9. september 2013 kl. 12:02


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 12:02
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 12:02
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 12:02
Elín Hirst (ElH), kl. 12:02
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl), kl. 12:02
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 12:02
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 12:02
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 12:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir ÁsF, kl. 12:02

KaJúl vék af fundi kl. 12:25

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Frumvarp nefndarinnar um breyt. á lögum um almannatryggingar. Kl. 12:02
Formaður kynnti frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, og lagði til að nefndin myndi standa öll að flutningi frumvarpsins sem var samþykkt samhljóða.

2) Önnur mál Kl. 12:05
Nefndin fjallaði um fyrirhugaða fundi þar sem ráðgert er að fá upplýsingar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Þar sem skýrslan er formlega til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd óskaði UBK eftir því að formaður kannaði afstöðu yfirstjórnar þingsins til fyrirhugaðrar umfjöllunar velferðarnefndar.

Fundi slitið kl. 12:49