2. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. október 2013 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Elín Hirst (ElH), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Margrét Gauja Magnúsdóttir (MGM) fyrir KaJúl, kl. 09:06
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir ÁsF, kl. 09:00

PJP var fjarverandi.
VilÁ og MGM véku af fundi kl. 9:38.
UBK vék af fundi kl. 11:26.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:00
Formaður lagði fram fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt.

2) Málefni Landspítalans Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, og María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans, og ræddu stöðu og fjárhagsvanda spítalans og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra Kl. 09:38
Á fundinn kom Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og kynnti þingmálaskrá sína fyrir yfirstandandi þing. Ásamt ráðherra komu Matthías Imsland, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Ágúst Þór Sigurðsson, Guðríður Þorsteinsdóttir, Sveinn Magnússon og Ingibjörg Broddadóttir frá velferðarráðuneyti.

4) Kynning á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra Kl. 11:02
Á fundinn kom Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, og kynnti þingmálaskrá sína fyrir yfirstandandi þing. Ásamt ráðherra komu Guðríður Þorsteinsdóttir, Vilborg Ingólfsdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir, Áslaug Einarsdóttir, Sindri Kristjánsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir frá velferðarráðuneyti.

5) Önnur mál Kl. 11:42
Formaður vakti máls á því að fundartími nefndarinnar á mánudögum hentar hluta nefndarmanna illa sem koma heiman frá af landsbyggðinni á mánudagsmorgnum. Formaður lagði því til að litið yrði svo á að fundartími nefndarinnar yrði frá 10-11:30 á mánudögum og var það samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:42