5. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. nóvember 2013 kl. 09:45


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:45
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:45
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:45
Elín Hirst (ElH), kl. 09:45
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:45
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:58
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir BjÓ, kl. 09:45
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:45

KaJúl og UBK voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:45
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 22. mál - lögfesting Norðurlandasamnings um almannatryggingar Kl. 09:46
Framsögumaður lagði fram drög að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt frá nefndinni sem var samþykkt af öllum viðstöddum.

Að nefndaráliti standa: SII, PJP, ÞórE, PVB, ÁsF og ElH.

3) 23. mál - geislavarnir Kl. 09:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 19. nóvember.

4) 19. mál - 40 stunda vinnuvika Kl. 09:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 19. nóvember.

5) 28. mál - forvarnastarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli Kl. 09:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 19. nóvember.

6) 34. mál - brottnám líffæra Kl. 09:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 19. nóvember.

7) 70. mál - jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum Kl. 09:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 19. nóvember.

8) 71. mál - skráning upplýsinga um umgengnisforeldra Kl. 09:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 19. nóvember.

9) 72. mál - húsaleigubætur Kl. 09:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 19. nóvember.

10) 89. mál - mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar Kl. 09:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 19. nóvember.

11) 121. mál - atvinnulýðræði Kl. 09:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 19. nóvember.

12) Heimsókn fulltrúa NAV og TR. Kl. 10:00
Nefndin fundaði með fulltrúm NAV, Arbeids- og velferdsetaten, frá Noregi og fulltrúum Tryggingastofnunar ríkisins. Fyrir hönd NAV komu á fundinn Magne Fladby og Sverre Lindahl og fyrir hönd Tryggingastofnunar komu á fundinn Sigríður Lillý Baldursdóttir, Runólfur Birgir Leifsson, Helgi Einarsson og Halla Bachman Ólafsdóttir.

13) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45