8. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 10:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Elín Hirst (ElH), kl. 10:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00

UBK var fjarverandi og KaJúl var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:00
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 24. mál - sjúkraskrár Kl. 10:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Sigríði Rut Júlíusdóttur hæstaréttarlögmann, Hrannar Jónsson og Önnu Gunnhildur Ólafsdóttur frá Geðhjálp og Ellen Calmon og Halldór Sævar Guðbjörnsson frá Öryrkjabandalaginu. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Viðurkenning lyfseðla Kl. 11:23
Nefndin afgreiddi álit sitt á málinu til utanríkismálanefndar.

4) Lyf fyrir börn Kl. 11:25
Nefndin afgreiddi álit sitt á málinu til utanríkismálanefndar.

5) Heilbrigðisþjónusta yfir landamæri Kl. 11:27
Nefndin fjallaði um málið.

6) 10. mál - bygging nýs Landspítala Kl. 11:52
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 29. nóvember.

7) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00