14. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. nóvember 2013 kl. 13:06


Mættir:

Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 13:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:05
Elín Hirst (ElH), kl. 13:15
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir BjÓ, kl. 13:05
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir KaJúl, kl. 13:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:05
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:05

SII var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
UBK var fjarverandi.
RM tók sæti GStein kl. 14:00.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 13:05
Fundargerðir síðustu þriggja funda voru samþykktar.

2) 186. mál - barnaverndarlög Kl. 13:06
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 186. mál og fékk á sinn fund Heiðu Björgu Pálmadóttur frá Barnaverndarstofu, Guðjón Bragason og Gyðu Hjartardóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Halldóru Gunnarsdóttur frá Reykjavíkurborg og Margréti Maríu Sigurðardóttur, umboðsmann barna, og Elísabetu Gísladóttur, starfsmann embættis umboðsmanns barna. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 19. mál - 40 stunda vinnuvika Kl. 14:05
Nefndin tók til umfjöllunar 19. mál og fékk á sinn fund Sonju Ýr Þorbergsdóttur frá BSRB, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins og Árna Steinar Stefánsson frá Starfsgreinasambandinu. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 14:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:25