16. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. desember 2013 kl. 09:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:05
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Elín Hirst (ElH), kl. 10:37
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:22
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir LRM, kl. 09:05

KaJúl var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
ÁsF og UBK voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:05
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 144. mál - almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð Kl. 09:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 144. mál og fékk á sinn fund Ágúst Þór Sigurðsson og Hildi Sverrisdóttur Röed frá velferðarráðuneytinu og svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

3) 89. mál - mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 89. mál og fékk á sinn fund Elínu Ebbu Ásmundsdóttur og Sylviane Pétursson frá Hlutverkasetri, Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Aðalbjörgu Finnbogadóttur og Helgu Sif Friðjónsdóttur frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Vigdísi Jónsdóttur og Ásu Dóru Konráðsdóttur frá Virk, Ellen Calmon og Hrefnu Óskarsdóttur frá Öryrkjabandalaginu og Sigrúnu Daníelsdóttur og Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur frá embætti landlæknis. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 147. mál - húsaleigubætur Kl. 11:30
Nefndin sendi málið til umsagnar með fresti til 19. desember.

5) Önnur mál Kl. 11:36
Formaður fjallaði um fundahöld nefndarinnar næstu tvær vikur.

Fundi slitið kl. 11:38