20. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. desember 2013 kl. 09:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:05
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:05
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG) fyrir LRM, kl. 09:22
Elín Hirst (ElH), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:32
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:05

Katrín Júlíusdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014, og breytingartillögur meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar við þá hluta frumvarpsins sem eru á málefnasviði velferðarnefndar.

Á fund nefndarinnar komu Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Sturlaugur Tómasson, Steinunn Lárusdóttir og Einar Njálsson frá velferðarráðuneyti, Hildur Jónsdóttir, jafnréttisfulltrúi forsætisráðuneytisins, Jón Hilmar Friðriksson og María Heimisdóttir frá Landspítala, Jón Óskar Þórhallsson frá embætti umboðsmanns skuldara og Halldór Halldórsson og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Þegar ofangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands, Guðni Rúnar Jónasson frá Femínistafélagi Íslands, Guðlaug Kristjánsdóttir frá BHM, Elín Björg Jónsdóttir og Kristinn Bjarnason frá BSRB og Halldór Árnason frá SA.

2) Önnur mál Kl. 10:58
Formaður lagði til að nefndin fjallaði um breytingartillögur meiri hluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp ársins 2014 um aukið fé til heilbrigðismála. Var það samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:10