24. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. janúar 2014 kl. 09:03


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:03
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:03
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:03
Guðlaug Elísabet Finnsdóttir (GEF) fyrir BjÓ, kl. 09:03
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:03
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:03
Oddgeir Ágúst Ottesen (OddO) fyrir UBK, kl. 09:03

Elín Hirst, Katrín Júlíusdóttir og Páll Jóhann Pálsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:03
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 159. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 09:11
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 159. og 160. mál. Á fund nefndarinnar komu fyrst Snæfríður Þ. Egilsson, Jónína Einarsdóttir og Stefán Hrafn Jónsson frá Félags- og mannvísindadeild HÍ og Rannveig Traustadóttir frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum við HÍ.

Því næst komu á fundinn Inga Þórsdóttir frá Heilbrigðisvísindasviði HÍ, Jón Jóhannes Jónsson frá erfða- og sameindalæknisfræðideild LSH og Ólafur Ólafsson og Aðalsteinn Jens Loftsson frá Lyfjafræðingafélagi Íslands.

Því næst komu á fundinn Elísabet Gísladóttir frá embætti umboðsmanns barna og Ragnheiður Haraldsdóttir, Laufey Tryggvadóttir og Jón Gunnlaugur Jónasson frá Krabbameinsfélaginu.

3) 160. mál - lífsýnasöfn Kl. 09:11
Sjá fyrri dagskrárlið.

4) Önnur mál Kl. 09:07
Formaður vakti máls á því að á næsta fundi nefndarinnar yrði fjallað um stöðu sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu og var það samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:50