32. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. febrúar 2014 kl. 10:45


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:45
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:45
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:45
Elín Hirst (ElH), kl. 10:45
Geir Jón Þórisson (GJÞ) fyrir ÁsF, kl. 10:45
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 10:45
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:45
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:58
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:45
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir UBK, kl. 10:45

HHG vék af fundi kl. 11:59.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:45
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 223. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 10:45
Framsögumaður dreifði drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt sem allir viðstaddir voru sammála um.

Að nefndaráliti standa: SII, ÞórE, BjÓ, GJÞ, ElH, GuðbH, LRM, PJP og VilÁ.

3) 294. mál - aðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða Kl. 11:00
Nefndin sendi málið til umsagnar til 12. mars.

4) 159. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 11:02
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 159. og 160. mál og fékk á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá velferðarráðuneyti og Vilhjálm Árnason frá Siðfræðistofnun HÍ.

5) 160. mál - lífsýnasöfn Kl. 11:02
Sjá fyrri dagskrárlið.

6) Önnur mál Kl. 12:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:32