34. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. mars 2014 kl. 10:03


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:03
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:03
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:03
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:03
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 10:03
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:03
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:03
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:03
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:03

Elín Hirst var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:03
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 222. mál - lyfjalög Kl. 10:04
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Áslaugu Einarsdóttur og Sindra Kristjánsson frá velferðarráðuneyti sem svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

3) Gjaldskrárhækkanir á málefnasviði velferðarráðuneytisins Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um gjaldskrárhækkanir á málefnasviði velferðarráðuneytisins sem komu til um áramótin. Á fund nefndarinnar komu Hörnn Ottósdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir og Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 11:35
Nefndin fjallaði um dagskrá næstu funda.

Fundi slitið kl. 11:42