38. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. mars 2014 kl. 10:35


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:35
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:35
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:35
Elín Hirst (ElH), kl. 10:35
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 10:35
Heiða Kristín Helgadóttir (HKH) fyrir BjÓ, kl. 10:35
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:35
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:35
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:40

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:35
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) Kynning á vinnu við gerð krabbameinsáætlunar Kl. 10:35
Nefndin fékk kynningu á starfi ráðgjafahóps vegna vinnu við gerð krabbameinsáætlunar sem er að störfum í velferðarráðuneytinu. Á fund nefndarinnar kom Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson frá velferðarráðuneyti.

3) Störf nefndarinnar Kl. 11:30
Nefndin fjallaði um störf nefndarinnar á næstu vikum.

4) Önnur mál Kl. 11:22
Formaður vakti máls á því að gera þyrfti breytingu á 222. máli um lyfjalög á milli 2. og 3. umræðu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:06