48. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. maí 2014 kl. 09:35


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:35
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:35
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:35
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:35
Elín Hirst (ElH), kl. 09:35
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:35
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:35
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:35
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:35
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:45

Lilja Rafney Magnúsdóttir vék af fundi kl. 10:10 og kom aftur kl. 10:45.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:20 og kom aftur kl. 10:35.
Guðbjartur Hannesson tók þátt í fundinum frá kl. 9:35 til 10:00 í gegnum síma.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Fundargerðir síðustu tveggja funda voru samþykktar.

2) 517. mál - málefni innflytjenda Kl. 09:35
Nefndin tók til umfjöllunar 517. mál og fékk á sinn fund Ingibjörgu Broddadóttur frá velferðarráðuneyti sem kynnti efni frumvarpsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 159. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 10:00
Nefndin tók mál nr. 159 og 160 til umfjöllunar milli 2. og 3. umræðu og fékk á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá velferðarráðuneyti sem svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 160. mál - lífsýnasöfn Kl. 10:00
Sjá fyrri dagskrárlið.

5) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00