37. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 10. mars 2014 kl. 10:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Elín Hirst (ElH), kl. 10:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 10:00
Heiða Kristín Helgadóttir (HKH) fyrir BjÓ, kl. 10:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:00

Lilja Rafney Magnúsdóttir var fjarverandi.
Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 11:05.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 28. mál - forvarnastarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli Kl. 10:00
Nefndin hóf umfjöllun um 28. mál og fékk á sinn fund Ólaf G. Skúlason og Rögnu Dóru Rúnarsdóttur frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Rögnu Dóru Rúnarsdóttur og Helga Sigurðsson frá Félagi íslenskra krabbameinslækna, Laufeyju Tryggvadóttur og Ragnheiði Haraldsdóttur frá Krabbameinsfélaginu, Dögg Pálsdóttur og Orra Þór Ormarsson frá Læknafélagi Íslands og Guðmund Löve frá SÍBS. Gerðu gestirnir grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 222. mál - lyfjalög Kl. 11:20
Framsögumaður gerði grein fyrir drögum að nefndaráliti og formaður lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt.

Að nefndaráliti standa: SII, ÞórE, HKH, ÁsF, ElH, GuðbH, PJP og UBK.

4) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:32