4. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. september 2014 kl. 10:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Elínu Hirst (ElH), kl. 10:00
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 10:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 10:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 10:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Sameining heilbrigðisstofnana Kl. 10:00
Rætt var um sameiningu heilbrigðisstofnana. Nefndin ræddi í síma við Karl Guðmundsson, Láru Ólafsdóttur, Ingu Dagnýju Eydal og Jón Torfa Halldórsson frá heilsugæslunni á Akureyri og við Eirík Bjorn Björgvinsson frá Akureyrarkaupstað. Einnig ræddi nefndin í síma við Úlfar B. Thoroddsen frá heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar og Ásthildi Sturludóttur frá Vesturbyggð. Á fundinn kom Friðbjörg Matthíasdóttir fyrir hönd Vesturbyggðar.

2) Önnur mál Kl. 12:00
Mál 14 (efling heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu) og mál 72 (evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum) voru send til umsagnar með fresti til annars vegar 13. október og hins vegar 6. október.

Fundi slitið kl. 12:00