12. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. október 2014 kl. 13:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 13:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 14:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 13:00

Guðbjartur Hannesson var fjarverandi vegna þátttöku í þingi Norðurlandaráðs.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 13:05
Fundargerðir 10. - 11. fundar voru samþykktar.

2) 159. mál - umboðsmaður skuldara Kl. 13:10
Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Lísa Margrét Sigurðardóttir frá velferðarráðuneyti og Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 242. mál - sjúkratryggingar Kl. 13:45
Steinunn Margrét Lárusdóttir og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir frá velferðarráðuneyti kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 207. mál - úrskurðarnefnd velferðarmála Kl. 14:05
Guðríður Þorsteinsdóttir og Guðrún Erna Hreiðarsdóttir frá velferðarráðuneyti kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Verkfall lækna, áhrif þess á heilbrigðiskerfið og öryggi sjúklinga. Kl. 15:05
Sveinn Magnússon og Margrét Björnsdóttir frá velferðarráðuneyti, Geir Gunnlaugsson og Anna Björg Aradóttir frá embætti landlæknis og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, ræddu verkfall lækna og áhrif þess á heilbrigðiskerfið og öryggi sjúklinga.

6) Önnur mál Kl. 16:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:10