14. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Eyrún Eyþórsdóttir (EyE) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:12

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) 242. mál - sjúkratryggingar Kl. 09:05
Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir og Steinunn Margrét Lárusdóttir frá velferðarráðuneyti komu á fund nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 39. mál - gerð framkvæmdaáætlunar til langs tíma um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins Kl. 09:35
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 3. desember. Ákveðið var að Björt Ólafsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 169. mál - byggingarsjóður Landspítala Kl. 09:37
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 3. desember. Ákveðið var að Steinunn Þóra Árnadóttir yrði framsögumaður málsins.

5) 52. mál - aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra Kl. 09:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 3. desember. Ákveðið var að Páll Jóhann Pálsson yrði framsögumaður málsins.

6) 159. mál - umboðsmaður skuldara Kl. 09:45
Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja kynnti umsögn Samtaka fjármálafyrirtækja um frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20