15. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. nóvember 2014 kl. 09:30


Mættir:

Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:33
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir boðaði forföll. Þórunn Egilsdóttir boðaði forföll á fyrri hluta fundar. Brynjar Níelsson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi kl. 10:55 vegna annarra þingstarfa. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11:15.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) 1. mál - fjárlög 2015 Kl. 09:40
Hrönn Ottósdóttir og Dagný Brynjólfsdóttir frá velferðarráðuneyti kynntu útgjöld til heilbrigðismála samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2015 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Kl. 10:25
Á fund nefndarinnar komu Dögg Pálsdóttir, Hrefna Friðriksdóttir, Laufey Helga Guðmundsdóttir og Sigurður Kristinsson og kynntu vinnu starfshóps sem skipaður var samkvæmt þingsályktun um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.

4) Önnur mál Kl. 11:40
Samþykkt var að nefndin standi fyrir opnum fundi í tilefni af 25 ára afmæli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins 4. febrúar 2015.

Samþykkt var að Steinunn Þóra Árnadóttir yrði framsögumaður 14. máls, Páll Jóhann Pálsson framsögumaður 18. máls, Guðbjartur Hannesson framsögumaður 25. máls og Björt Ólafsdóttir framsögumaður 27. máls.

Fundi slitið kl. 11:45