17. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. nóvember 2014 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:30
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:22
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30

Þórunn Egilsdóttir boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis. Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði forföll á fyrri hluta fundar. Björt Ólafsdóttir vék af fundi kl. 11:35. Ragnheiður Ríkharðadóttir vék af fundi kl. 11:45.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 16. fundar var samþykkt.

2) 207. mál - úrskurðarnefnd velferðarmála Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Bergþóra Ingólfsdóttir frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála og Haukur Guðmundsson frá úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála.

3) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 10:10
Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu, Rafn Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson frá embætti landlæknis, Áslaug Einarsdóttir og Einar Magnússon frá velferðarráðuneyti, Una María Óskarsdóttir frá verkefnisstjórn um lýðheilsu og Elísabet Gísladóttir frá umboðsmanni barna komu á fund nefndarinnar.

4) 35. mál - almannatryggingar Kl. 11:59
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar.

5) 258. mál - 40 stunda vinnuvika o.fl. Kl. 11:59
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar.

6) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00