19. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:46
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði forföll. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11:10.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 14. mál - efling heilbrigðisþjónustu, menntakerfis og velferðarþjónustu Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Dalla Ólafsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæjar, Kristín Ingólfsdóttir frá Háskóla Íslands, Hjalti Jón Sveinsson frá Skólameistarafélagi Íslands, Sigríður Gunnarsdóttir frá Landspítala og Ellen Calmon og Sigurjón Unnar Sveinsson frá Öryrkjabandalagi Íslands.

3) 25. mál - fjármögnun byggingar nýs Landspítala Kl. 10:18
Á fund nefndarinnar komu Anna Björg Aradóttir og Leifur Bárðarson frá embætti landlæknis, Gyða Hrönn Einarsdóttir frá Félagi lífeindafræðinga og Ingólfur Þórisson og Páll Matthíasson frá Landspítala.

4) 207. mál - úrskurðarnefnd velferðarmála Kl. 11:05
Á fund nefndarinnar komu Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Berlind Ýr Karlsdóttir og Jóna Benný Kristjánsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands, Guðrún Sverrisdóttir og Ragna Haraldsdóttir frá Tryggingastofnun, Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, og Lovísa Ósk Þrastardóttir frá umboðsmanni skuldara, Sverrir B. Berndsen frá Vinnumálastofnun og Klara Geirsdóttir og Sigríður H. Ingólfsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands.

5) 242. mál - sjúkratryggingar Kl. 12:01
Dagskrárlið var frestað.

6) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 12:02
Meiri hluti nefndarinnar afgreiddi umsögn um málið til allsherjar- og menntamálanefndar. Að umsögninni standa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Þórunn Egilsdóttir, Guðbjartur Hannesson, Páll Jóhann Pálsson og Steinunn Þóra Árnadóttir.

7) Önnur mál Kl. 12:06
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:06