27. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. janúar 2015 kl. 09:33


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:33
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:33
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:33
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:33
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:33
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:33
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:33

Brynjar Níelsson boðaði forföll vegna setu á þingi Evrópuráðsins. Ólína Þorvarðardóttir boðaði forföll. Elsa Lára Arnardóttir var fjarverandi vegna veikinda. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 10:18.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:34
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

2) 322. mál - almannatryggingar Kl. 09:34
Á fund nefndarinnar komu Agla K. Smith og Sigríður Lillý Baldursdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins.

3) 402. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 09:34
Á fund nefndarinnar komu Agla K. Smith og Sigríður Lillý Baldursdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins.

4) Reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 er varðar upplýsingakerfi fyrir innri markaðinn Kl. 10:42
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneyti og Anna Björg Aradóttir frá embætti landlæknis.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Ákveðið var að Elsa Lára Arnardóttir yrði framsögumaður 322. og 402. máls.

Fundi slitið kl. 11:05