34. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. febrúar 2015 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:37
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:31
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:37

Brynjar Níelsson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. Páll Jóhann Pálsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 416. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 09:35
Nefndin ræddi málið. Ákvörðun framsögumanns var frestað.

2) 454. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks Kl. 09:38
Ákveðið var að Ásmundur Friðriksson yrði framsögumaður málsins.

3) Fundargerð Kl. 09:38
Fundargerðir 29.-33. fundar voru samþykktar.

4) 322. mál - almannatryggingar Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Eyjólfur Eysteinsson og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir frá Landssambandi eldri borgara og Klara Geirsdóttir, Sigríður Hanna Ingólfsdóttir og Sigurjón Unnar Sveinsson frá Öryrkjabandalagi Íslands.

5) Reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 er varðar upplýsingakerfi fyrir innri markaðinn Kl. 11:08
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

6) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15