47. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. apríl 2015 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:30
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30

Helgi Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir véku af fundinum kl. 10:50 vegna þingflokksformannafundar.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:34
Fundargerð 46. fundar var samþykkt.

2) 416. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Halldóra Kristín Hauksdóttir og Katrín Árnadóttir frá Akureyrarkaupstað, María Rúnarsdóttir og Steinunn Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, Aðalsteinn Sigfússon og Ármann Kr. Ólafsson frá Kópavogsbæ og Unnur V. Ingólfsdóttir frá Mosfellsbæ.

3) 207. mál - úrskurðarnefnd velferðarmála Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Bragi Guðbrandsson og Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu og Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.

4) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20