49. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 20. apríl 2015 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 10:40
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30

Björt Ólafsdóttir boðaði forföll. Elsa Lára Arnardóttir boðaði að hún yrði sein. Ragnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi kl. 10:59 vegna þingflokksformannafundar.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

2) Ferðaþjónusta fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Kl. 09:31
Á fund nefndarinnar komu Soffía Ólafsdóttir frá Hafnarfjarðarkaupstað, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Þorkell Sigurlaugsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Tryggvi Friðjónsson frá Sjálfsbjörg - landssambandi fatlaðra, Bryndís Haraldsdóttir og Jóhannes Svavar Rúnarsson frá Strætó bs., Birna Sigurðardóttir frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og Ellen Calmon frá Örykjabandalagi Íslands.

3) Verkfall BHM, áhrif þess á heilbrigðiskerfið og öryggi sjúklinga Kl. 10:33
Á fund nefndarinnar komu Birgir Jakobsson, landlæknir, og Laura Sch. Thorsteinsson frá embætti landlæknis og Ólafur Baldursson og Sigríður Gunnarsdóttir frá Landspítala. Bjarni Jónasson og Sigurður E. Sigurðsson frá Sjúkrahúsinu á Akureyri sóttu fundinn í gegnum síma.

4) Önnur mál Kl. 11:16
Nefndin ræddi 322. mál um almannatryggingar (bótaréttur, stjórnsýsla, EES-reglur o.fl.).

Fundi slitið kl. 11:40