53. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. maí 2015 kl. 09:03


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:03
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:13
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:03
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:03
Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur (RR), kl. 09:37
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:03
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 09:03
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:40

Elsa Lára Arnardóttir boðaði að hún yrði sein. Steinunn Þóra Árnadóttir boðaði að hún yrði sein vegna annarra þingstarfa. Guðbjartur Hannesson boðaði forföll. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 10:55 vegna þingflokksformannafundar.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 696. mál - húsaleigulög Kl. 09:05
Á fund nefndarinar komu Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Lísa Margrét Sigurðardóttir og Sigrún Jana Finnbogadóttir frá velferðarráðuneyti.

2) 697. mál - húsnæðissamvinnufélög Kl. 10:10
Á fund nefndarinar komu Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Lísa Margrét Sigurðardóttir og Sigrún Jana Finnbogadóttir frá velferðarráðuneyti.

3) Fundargerð Kl. 11:20
Fundargerð 52. fundar var samþykkt.

4) 322. mál - almannatryggingar Kl. 11:21
Nefndin ræddi málið.

5) 402. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 11:21
Nefndin ræddi málið.

6) 207. mál - úrskurðarnefnd velferðarmála Kl. 11:21
Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál Kl. 11:35
Nefndin samþykkti að senda 636. mál um sjúkratryggingar og lyfjalög (heilbrigðisþjónusta yfir landamæri, EES-reglur) til umsagnar. Ákveðið var að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður málsins.

Fundi slitið kl. 11:36