59. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. maí 2015 kl. 09:16


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:16
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:16
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:16
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 09:16
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:33
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:16

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll. Guðbjartur Hannesson boðaði forföll vegna veikinda.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 696. mál - húsaleigulög Kl. 09:16
Á fund nefndarinnar komu Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands, Dalla Ólafsdóttir frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Guðrún Björnsdóttir frá Félagsstofnun stúdenta, Valtýr Sigurðsson frá kærunefnd húsamála, Elísabet Valgeirsdóttir, Haukur Ingibergsson og Sigríður J. Guðmundsdóttir frá Landssambandi eldri borgara, Guðmundur Gunnarsson og Ingibjörg Halldórsdóttir frá Mannvirkjastofnun og Guðmundur G. Sigurbergsson frá Samhjálp. Anna Rós Sigmundsdóttir frá Kennarasambandi Íslands tók þátt í fundinum símleiðis.

2) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 58. fundar var samþykkt.

3) 416. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 10:01
Nefndin ræddi málið.

4) 18. mál - útreikningur nýrra neysluviðmiða fyrir íslensk heimili Kl. 10:03
Nefndin ræddi málið.

5) 35. mál - almannatryggingar Kl. 10:13
Nefndin ræddi málið.

6) 52. mál - aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra Kl. 10:17
Nefndin ræddi málið.

7) 338. mál - seinkun klukkunnar og bjartari morgnar Kl. 10:18
Nefndin ræddi málið.

8) Önnur mál Kl. 11:45
Nefndin ákvað að óska eftir minnisblaði frá embætti landlæknis um lyf við lifrarbólgu C.

Fundi slitið kl. 11:53