62. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, föstudaginn 22. maí 2015 kl. 12:47


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 12:47
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 12:47
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 12:47
Brynjar Níelsson (BN), kl. 12:47
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 12:47
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 12:47
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 12:47
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 12:47
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 12:47

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 416. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 12:47
Nefndin afgreiddi málið með atkvæðum Ásmundar Friðrikssonar, Brynjars Níelssonar, Elsu Láru Arnardóttur, Páls Jóhanns Pálssonar, Páls Vals Björnssonar og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur. Undir nefndarálit rituðu Ásmundur Friðriksson, Brynjar Níelsson, Elsa Lára Arnardóttir, Páll Jóhann Pálsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Guðbjartur Hannesson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir lögðu fram eftirfarandi bókun: Við störf nefndarinnar hefur glögglega komið í ljós að mörgum áleitnum spurningum er varða áhrif skilyrðinga fjárhagsaðstoðar á þá sem fyrir þeim verða er ósvarað. Enn er óljóst hver reynslan er af skilyrðingum, hver gagnsemi slíkra skilyrðinga er og hvaða áhrif þær hafa á þá sem eru beittir slíkum skilyrðingum. Við teljum að skoða verði málið mun betur og leggjumst því gegn því að málið verði tekið út úr nefndinni.

2) Önnur mál Kl. 12:59
Nefndin ræddi 696. mál um húsaleigulög (réttarstaða leigjanda og leigusala) og 697. mál um húsnæðissamvinnufélög (réttarstaða búseturéttarhafa og rekstur húsnæðissamvinnufélaga).

Fundi slitið kl. 13:09