72. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 25. júní 2015 kl. 12:50


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 12:50
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 12:50
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 12:50
Brynjar Níelsson (BN), kl. 12:50
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 12:50
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 12:50

Guðbjartur Hannesson, Páll Jóhann Pálsson og Ragnheiður Ríkarðsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) 408. mál - lyfjalög Kl. 12:50
Nefndin samþykkti tillögur formanns um að nefndin lyki umfjöllun um málið sem var vísað til hennar eftir 2. umræðu.

2) 322. mál - almannatryggingar Kl. 12:51
Formaður lagði til að nefndin flytti breytingartillögu við 2. umræðu málsins um að ákvæði um staðsetningu Tryggingastofnunar og þjónustustöðva hennar verði felld brott, sem var samþykkt.

3) Önnur mál Kl. 12:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:52