2. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 21. september 2015 kl. 09:32


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:32
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:32
Páll Valur Björnsson (PVB), kl. 09:32
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:32
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:36
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:32

Ásmundur Friðriksson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Páll Jóhann Pálsson boðuðu forföll vegna veikinda. Páll Valur Björnsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir viku af fundi kl. 10:50 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:33
Fundargerð 1. fundar var samþykkt. Fundargerðir 71.-75. fundar frá 144. löggjarþingi voru samþykktar.

2) Tilskipun 2014/40/ESB er varðar framleiðslu, kynningu og sölu á tóbaki og tengdum vörum Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Áslaug Einarsdóttir og Margrét Björnsdóttir frá velferðarráðuneyti og Viðar Jensson frá embætti landlæknis.

3) Þingmálaskrá félags- og húsnæðismálaráðherra Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Bolli Þór Bollason, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Matthías Páll Imsland frá velferðarráðuneyti.

4) 3. mál - almannatryggingar Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 5. október. Ákvörðun framsögumanns var frestað.

5) 4. mál - byggingarsjóður Landspítala Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 5. október. Ákvörðun framsögumanns var frestað.

6) 25. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 5. október. Ákvörðun framsögumanns var frestað.

7) 35. mál - sjóðir og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra Kl. 10:50
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 5. október. Ákvörðun framsögumanns var frestað.

8) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00