4. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 5. október 2015 kl. 09:32


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:32
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:33
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:32
Hörður Ríkharðsson (HR) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 09:32
Ingibjörg Þórðardóttir (IÞ) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 09:32
Páll Valur Björnsson (PVB), kl. 09:32
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:36
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:32
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:47

Unnur Brá Konráðsdóttir boðaði að hún yrði sein. Ragnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi kl. 10:51 vegna þingflokksformannafundar. Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:05.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) Málefni eldri borgara - Þáttur sveitarfélaga í þjónustu við aldraða. Kl. 09:35 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar komu Eiríkur Björn Björgvinsson, Halldór S. Guðmundsson og Soffía Lárusdóttir frá Akureyrarkaupstað, Ásgeir Sigurgeirsson og Unnur V. Ingólfsdóttir frá Mosfellsbæ, Berglind Magnúsdóttir og Stefán Eiríksson frá Reykjavíkurborg og Gunnlaugur Júlíusson frá Sambandi íslenska sveitarfélaga.

3) 15. mál - bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum Kl. 10:52
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 26. október. Ákvörðun framsögumanns var frestað.

4) Kosning 2. varaformanns. Kl. 10:55
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir lagði til að Páll Valur Björnsson yrði 2. varaformaður nefndarinnar. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5) Önnur mál Kl. 10:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:07