25. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 18. desember 2015 kl. 13:03


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:03
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 13:03
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 13:03
Páll Jóhann Pálsson (PJP) fyrir Elsu Láru Arnardóttur (ELA), kl. 13:04
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:03
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:03
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:03

Ásmundur Friðriksson og Unnur Brá Konráðsdóttur voru fjarverandi. Steingrímur J. Sigfússon vék af fundi kl. 14:06 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:03
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

2) 398. mál - málefni aldraðra o.fl. Kl. 13:04
Ákveðið var að Ragnheiður Ríkharðsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Nefndin fékk á sinn fund Ágúst Þór Sigurðsson, Klöru Baldursdóttur Briem og Steinunni M. Lárusdóttur frá velferðarráðuneyti, Guðjón Bragason og Gunnlaug Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Gísla Pál Pálsson frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, Helgu Garðarsdóttur og Steingrím Ara Arason frá Sjúkratryggingum Íslands og Hallveigu Thordarson og Rögnu Haraldsdóttur frá Tryggingastofnun ríkisins.

3) Önnur mál Kl. 14:11
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:11