26. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, laugardaginn 19. desember 2015 kl. 09:44


Mætt:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:44
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:44
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:44
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:44
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 09:44
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:44

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Unnur Brá Konráðsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:44
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

2) 398. mál - málefni aldraðra o.fl. Kl. 09:44
Málið var afgreitt frá nefndinni með samþykki allra viðstaddra. Að nefndaráliti og breytingartillögu stóðu Elsa Lára Arnardóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefnda Alþingis.

Steingrímur J. Sigfússon skilar séráliti.

3) 407. mál - húsnæðisbætur Kl. 09:47
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 14. janúar 2016.

Ákveðið var að Elsa Lára Arnardóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 09:47
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 14. janúar 2016.

Ákveðið var að Silja Dögg Gunnarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

5) 399. mál - húsaleigulög Kl. 09:47
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 14. janúar 2016.

Ákveðið var að Elsa Lára Arnardóttir yrði framsögumaður málsins.

6) Önnur mál Kl. 09:54
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:54