36. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 3. febrúar 2016 kl. 09:03


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:03
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:03
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:03
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:03
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:03
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:03
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:03
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:03
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:03

Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði forföll. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11:02. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 11:13. Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 11:34. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir vék af fundi kl. 11:35.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerðir 34. og 35. fundar voru samþykktar.

2) 407. mál - húsnæðisbætur Kl. 09:03
Nefndin fékk á sinn fund Þórð Sveinsson frá Persónuvernd, Ástríði Þóreyju Jónsdóttur, Elínu Ölmu Arthursdóttur og Skúla Jónsson frá ríkisskattstjóra og Hallveigu Thordarson frá Tryggingastofnun ríkisins.

3) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 09:52
Nefndin fékk á sinn fund Ástríði Þóreyju Jónsdóttur, Elínu Ölmu Arthursdóttur og Skúla Jónsson frá ríkisskattstjóra.

4) Önnur mál Kl. 10:30
Ákveðið var að senda 473. mál um lyfjalög og lækningatæki (gjaldtaka, EES-reglur) til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti. Ákveðið var að Elsa Lára Arnardóttir yrði framsögumaður málsins.

Ákveðið var að Ásmundur Friðriksson yrði framsögumaður 397. máls um landlækni og lýðheilsu (lýðheilsusjóður) í stað Unnar Brár Konráðsdóttur.

5) 370. mál - húsnæðissamvinnufélög Kl. 10:33
Nefndin ræddi um málið.

Fundi slitið kl. 12:00